Diogo Jota með þriðju Evrópuþrennu sína á innan við einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 11:30 Liverpool maðurinn Diogo Jota innsiglar hér þrennu sína á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira