Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 08:39 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fór í sóttkví í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira