Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 09:52 Forstjóri Landspítalans sagði á fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun að nú sé verið að framkvæma um 35% af aðgerðum spítalans. Vísir/Vilhelm Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira