Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 11:31 Helgi Jean Claessen er á andlega ferðalaginu eins og hann kallar það sjálfur og gengur það mjög vel.1 Vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. En líf Helga Jean hefur ekki alltaf verið dans á rósum og komst hann í fjölmiðla í miðju fjárkúgunarmáli forsætisráðherra Íslands fyrir rúmum fimm árum. Varð að borga 700 þúsund Þá voru þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí árið 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl sama ár. Klippa: Einkalífið - Helga Jean Claessen Systurnar kröfðu Helga Jean um 700.000 krónur. Ef hann greiddi þeim ekki féð yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Helgi greiddi upphæðina en þegar mál Sigmundar kom upp á yfirborðið hafði hann kjark til þess að leita réttar síns. „Þetta var bara rosalegur lærdómur og áhugavert að fara inn í þetta mál og finna óttann sem það olli hjá mér,“ segir Helgi Jean og heldur áfram. „Maður er bara á forsíðum blaðanna og það eru allri að reyna hringja í þig og allir að reyna ná í þig. Það er átak sem fylgir því að gefur manni rosalega auðmýkt gagnvart fréttum. Þetta mál var klárlega sálarkönnun fyrir mig og sem betur fer var ég þarna búinn að vera hættur að drekka í tvö ár, búinn að taka til í lífinu mínu og bara vel áttaður.“ Súrt bragð í munni Hann segist í rauninni hafa ákveðið eftir umrætt mál að vera alltaf eins góður maður og hann gæti. „Að lenda inni í svona fréttastormi þar sem maður er sakaður um kynferðisbrot og hafa þurft að gleypa það að vera ógnað þessu og hótað og hafa síðan þurft að beygja sig vera með súrt bragð að hafa borgað fyrir að halda einhverju, það var ótrúlega sárt. Þá var óttinn bara svo mikill. Þegar ég steig síðan fram og stóð með mér í þessu þá varð það alveg andleg reynsla líka. Það var ekki erfiðast að stíga fram, það erfiðast var að vera ásakaður og það er eitthvað sem maður óskar engum að lenda í því að það er alveg ótrúlega erfitt. Þá fann ég hvað fjölskyldan skipti mig miklu máli og ég sóttist bara meira um að vera í kringum fólk. Þá skilur maður hvað rætur eru, maður þarf kannski ekkert á þeim að halda dags daglega en þegar maður lendi í svona uppákomu áttar maður sig á því hvað er að eiga gott bakland.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Helgi einnig um samstarfið með Hjálmari Erni og þeirra vináttu, um andlega ferðalagið, um kakóseramóníur, um þær framkvæmdur sem hann hefur verið í á heimili sínu, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. En líf Helga Jean hefur ekki alltaf verið dans á rósum og komst hann í fjölmiðla í miðju fjárkúgunarmáli forsætisráðherra Íslands fyrir rúmum fimm árum. Varð að borga 700 þúsund Þá voru þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí árið 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl sama ár. Klippa: Einkalífið - Helga Jean Claessen Systurnar kröfðu Helga Jean um 700.000 krónur. Ef hann greiddi þeim ekki féð yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Helgi greiddi upphæðina en þegar mál Sigmundar kom upp á yfirborðið hafði hann kjark til þess að leita réttar síns. „Þetta var bara rosalegur lærdómur og áhugavert að fara inn í þetta mál og finna óttann sem það olli hjá mér,“ segir Helgi Jean og heldur áfram. „Maður er bara á forsíðum blaðanna og það eru allri að reyna hringja í þig og allir að reyna ná í þig. Það er átak sem fylgir því að gefur manni rosalega auðmýkt gagnvart fréttum. Þetta mál var klárlega sálarkönnun fyrir mig og sem betur fer var ég þarna búinn að vera hættur að drekka í tvö ár, búinn að taka til í lífinu mínu og bara vel áttaður.“ Súrt bragð í munni Hann segist í rauninni hafa ákveðið eftir umrætt mál að vera alltaf eins góður maður og hann gæti. „Að lenda inni í svona fréttastormi þar sem maður er sakaður um kynferðisbrot og hafa þurft að gleypa það að vera ógnað þessu og hótað og hafa síðan þurft að beygja sig vera með súrt bragð að hafa borgað fyrir að halda einhverju, það var ótrúlega sárt. Þá var óttinn bara svo mikill. Þegar ég steig síðan fram og stóð með mér í þessu þá varð það alveg andleg reynsla líka. Það var ekki erfiðast að stíga fram, það erfiðast var að vera ásakaður og það er eitthvað sem maður óskar engum að lenda í því að það er alveg ótrúlega erfitt. Þá fann ég hvað fjölskyldan skipti mig miklu máli og ég sóttist bara meira um að vera í kringum fólk. Þá skilur maður hvað rætur eru, maður þarf kannski ekkert á þeim að halda dags daglega en þegar maður lendi í svona uppákomu áttar maður sig á því hvað er að eiga gott bakland.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Helgi einnig um samstarfið með Hjálmari Erni og þeirra vináttu, um andlega ferðalagið, um kakóseramóníur, um þær framkvæmdur sem hann hefur verið í á heimili sínu, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31