Liverpool goðsögn vill ekki að Diogo Jota byrji gegn Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 10:31 Diogo Jota kemur inn fyrir Roberto Firmino á meðan knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fylgist vel með. Getty/Andrew Powell Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90. Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Sjá meira
Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90.
Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Sjá meira