Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 11:38 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann byrjaði fundinn á því að fara yfir stöðuna almennt. Hann minnti meðal annars á að Landspítalinn væri enn á neyðarstigi og að þar væri því enn mikið álag. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þá liggja enn 71 á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þar af eru fjórir á gjörgæslu. Víðir sagði að komið vær að ákveðinni ögurstundu í þessari bylgju faraldursins og í því ljósi væri fólk hvatt til þess að vera heima um helgina. „Um síðustu helgi sendum við ábendingu frá okkur þar sem rjúpnaveiðimenn voru beðnir um að vera heima og fresta veiðum á meðan við gengum í gegnum erfiðasta hjallann. Þær ábendingar fóru frekar seint frá okkur og Skotvís fékk ekki tækifæri til að bregðast við því,“ sagði Víðir. Fundað hafi verið með fulltrúm Skotvís í gær þar sem borðið var hreinsað og farið yfir hlutina, eins og hann orðaði það. „Félagið hefur kynnt sóttvarnir til skotveiðimanna sem eru góðar. Við vitum að rjúpnaveiði er auðvitað holl og góð hreyfing og það er lítil smithætta í veiðinni sem slíkri en við erum að hafa áhyggjur af ferðalögum á milli landshluta og almennt ferðalögum í ljósi álagsins á heilbrigðiskerfinu og þess vegna mælumst við eindregið til þess um helgina að allir ferðist innanhúss, ekki bara rjúpnaveiðimenn, taki því mjög rólega,“ sagði Víðir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í faraldrinum sem þjóðin er hvött til þess að ferðast innanhúss. Það sama gerðu yfirvöld fyrir páskana í apríl og af því tilefni var gefið út samnefnt lag og myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum í dag að það væri ánægjulegt að af þeim 25 sem greindust með veiruna í gær hafi einungis fimm verið utan sóttkvíar. Þá hefði verið tekið töluvert af sýnum í gær og hlutfall jákvæðra sýna færi lækkandi. Það væru því góð teikn á lofti um að faraldurinn væri á niðurleið en hins vegar mætti lítið út af bregða til þess að aftur kæmi upp hópsýking. Þórólfur skoraði á alla til þess að fara eftir leiðbeiningum og þeim reglum sem í gildi eru. „Þannig að í sameiningu munum við sveigja þessa kúrvu niður,“ sagði Þórólfur og bætti við að ef vel gangi næstu eina og hálfu vikuna verði vonandi hægt að slaka á hörðum samkomutakmörkunum þann 18. nóvember en núverandi reglur gilda til 17. nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira