Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 12:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi á næstunni sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Visir/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill. Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill.
Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31