Fimmtíu þungaðar konur greinst með Covid-19 hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 13:14 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, hvetur konur til að sækja sér aðstoð á heilsugæsluna ef eitthvað amar að. Almannavarnir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11
Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12