Jóhanna Guðrún lagði blóð, svita og tár í nýja jólaplötu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:48 Jóhanna Guðrún sendir frá sér jólaplötu í ár. Aðsend mynd Söngdívan Jóhanna Guðrún var að tilkynna glænýja tíu laga jólaplötu sem er væntanleg þann 19. nóvember. Platan heitir Jól með Jóhönnu og var það Davíð Sigurgeirsson eiginmaður hennar Jóhönnu sem stýrði upptökum. Fyrsta smáskífa plötunnar kemur út 12. nóvember og ber heitið Löngu liðnir dagar en lagið er samið af söngvaranum Jóni Jónssyni og textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Lagið verður frumflutt á Bylgjunni á miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 10:30. Á plötunni eru samtals 10 lög og um er að ræða fimm frumsamin lög og fimm tökulög eins og Ave Maria. Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson eru gestasöngvarar á plötunni en báðir hafa unnið með henni í gegnum tíðina. Jóhanna Guðrún og Davíð vöktu mikla athygli í þáttunum Í kvöld er gigg á Stöð 2.Vísir/Vilhelm „Jólatíðin hefur alltaf verið sá tími ársins þar sem hefur verið mest að gera hjá mér enda er ég mikið jólabarn. Alda Music hafði samband við mig fyrr á árinu með þessa hugmynd um samstarf, þannig það var gott spark í rassinn því ég hef lengi verið á leiðinni að gera jólaplötu," segir Jóhanna Guðrún. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að biðja eiginmanninn Davíð Sigurgeirsson að gera með henni plötuna. „Það er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að gera plötuna og við hjónin búin að leggja blóð, svita og tár í hana. Ég var líka svo heppin að fá lög frá bestu lagahöfundum þjóðarinnar.“ Smáskífuumslag Jóhönnu Guðrúnar fyrir lagið sem kemur í næstu viku, Löngu liðnir dagarAðsend mynd Lagalisti plötunnar: Löngu liðnir dagar Mín eina jólaósk Takk fyrir mig Geymdu það ei til jóladags Hjartað lyftir mér hærra (ásamt Eyþóri Inga) Haltu utan um mig (ásamt Sverri Bergmann) Draumur á jólanótt Velkomin jól Vetrarsól Ave María Tónlist Jól Tengdar fréttir Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 31. október 2020 14:02 „Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. 24. september 2020 12:31 Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngdívan Jóhanna Guðrún var að tilkynna glænýja tíu laga jólaplötu sem er væntanleg þann 19. nóvember. Platan heitir Jól með Jóhönnu og var það Davíð Sigurgeirsson eiginmaður hennar Jóhönnu sem stýrði upptökum. Fyrsta smáskífa plötunnar kemur út 12. nóvember og ber heitið Löngu liðnir dagar en lagið er samið af söngvaranum Jóni Jónssyni og textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Lagið verður frumflutt á Bylgjunni á miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 10:30. Á plötunni eru samtals 10 lög og um er að ræða fimm frumsamin lög og fimm tökulög eins og Ave Maria. Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson eru gestasöngvarar á plötunni en báðir hafa unnið með henni í gegnum tíðina. Jóhanna Guðrún og Davíð vöktu mikla athygli í þáttunum Í kvöld er gigg á Stöð 2.Vísir/Vilhelm „Jólatíðin hefur alltaf verið sá tími ársins þar sem hefur verið mest að gera hjá mér enda er ég mikið jólabarn. Alda Music hafði samband við mig fyrr á árinu með þessa hugmynd um samstarf, þannig það var gott spark í rassinn því ég hef lengi verið á leiðinni að gera jólaplötu," segir Jóhanna Guðrún. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að biðja eiginmanninn Davíð Sigurgeirsson að gera með henni plötuna. „Það er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að gera plötuna og við hjónin búin að leggja blóð, svita og tár í hana. Ég var líka svo heppin að fá lög frá bestu lagahöfundum þjóðarinnar.“ Smáskífuumslag Jóhönnu Guðrúnar fyrir lagið sem kemur í næstu viku, Löngu liðnir dagarAðsend mynd Lagalisti plötunnar: Löngu liðnir dagar Mín eina jólaósk Takk fyrir mig Geymdu það ei til jóladags Hjartað lyftir mér hærra (ásamt Eyþóri Inga) Haltu utan um mig (ásamt Sverri Bergmann) Draumur á jólanótt Velkomin jól Vetrarsól Ave María
Tónlist Jól Tengdar fréttir Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 31. október 2020 14:02 „Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. 24. september 2020 12:31 Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 31. október 2020 14:02
„Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. 24. september 2020 12:31
Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00