Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 5. nóvember 2020 16:43 Umfangsmikil skimun í minkabúum landsins framundan. Vísir/Getty Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32