Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 20:30 Vonast er til að börnin þori að segja foreldrum eða kennurum frá vanda sínum eftir að hafa haft samband við hjálparsímann. Mikilvægt sé að börnin ræði við einhvern. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu.
Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51