Kórónuveira og kreppa stoppa ekki garðyrkjubændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2020 21:16 Þrjár garðyrkjustöðvar í Reykholti eru að stækka gróðurhúsin sín um níu þúsund fermetra samtals. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira