Svarar gagnrýninni á kakóathafnir: „Getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2020 10:01 Helgi Jean Claessen er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer hann um víðan völl í viðtalinu. vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning