Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 20:30 Víða má sjá alvarlegar rakaskemmdir á húsnæði sem barnafjölskyldur sem hafa leitað hælis hér dvelja í á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. Fréttastofa hefur undir höndum minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem skoðaði, rakamældi og tók sýni úr húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar árið 2016. Efla gerði margvíslegar athugasemdir í minnisblaði Þar kemur fram að húsnæðið sem í var ungbarnaleikskóli væri illa farið, sprungur á öllum útveggjum. Gluggar fúnir. Ekki ljóst hvort og hvernig drenlagnir væru. Raki mældist við næstum alla útveggi. Reiknað var með að mygla hafi náð að vaxa. Ummerki væri um leka og raka. Í næstu skrefum lagði Efla til frekari úttektar á húsnæðinu það þyrfti að athuga lagnir og þak. Þá benti Efla á mikilvægi þess í skýrslunni að athuga þyrfti hvort að húsnæðið hentaði starfsemi fyrir ung börn með langa viðveru. Ungbarnaleikskóli sem var þá í húsnæðinu flutti skömmu síðar út vegna ástands hússins samkvæmt heimildum fréttastofu. Við það fækkaði veikindadögum starfsfólks um fjórðung í úttekt sem var gerð á heilsufari þeirra. Reykjavíkurborg segist búin að endurnýja húsnæðið Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá Reykjavíkurborg sem á og annast húsnæðið að borgin hafi ráðist í endurbætur á húsinu og breytt því í fjórar íbúðir fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim endurbótum hafi verið lokið 2018. Þá kom fram í upplýsingum frá borginni að reynt hafi verið að lagfæra rakaskemmdir á húsnæðinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvort úttekt hafi verið gerð á hvort raki eða mygla hafi leynst í húsnæðinu. Hjón frá Sénegal sem hafa án árangurs í rúm sex ár óskað eftir dvalarleyfi hér á landi. Dætur þeirra fæddust hér á landi.Vísir/Sigurjón Frá árinu 2017 hefur fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi búið í húsnæðinu á vegum Reykjavíkurborgar en Útlendingastofnun hefur útvistað verkefninu til borgarinnar. Nú búa þar nokkrar fjölskyldur með ung börn. Þar á meðal ung hjón frá Sénegal sem fréttastofa hefur sagt frá en þau hafa án árangurs óskað eftir dvalarleyfi hér á landi í ríflega sex ár en þau eiga dætur sem báðar fæddust hér á landi sem eru 3 og 6 ára. Fréttastofa kannaði ástand hússins í dag og víða mátti sjá raka og myglu þrátt fyrir endurbætur Reykjavíkurborgar. Mygla var komin við glugga, gluggakarmar voru víða skemmdir, ummerki eftir rakaskemmdir má sjá innandyra og steypa hússins er víða illa sprungin. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Hún hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og leyfði okkur að kíkja inn og þar inni mátti líka sjá rakaskemmdir á veggjum og gólfi. Hún var þó ekki á því að kvarta. „Það er allt í lagi, félagsþjónustan er að gera sitt besta og okkur líður vel,“ sagði Lavencia í dag. Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. Fréttastofa hefur undir höndum minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem skoðaði, rakamældi og tók sýni úr húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar árið 2016. Efla gerði margvíslegar athugasemdir í minnisblaði Þar kemur fram að húsnæðið sem í var ungbarnaleikskóli væri illa farið, sprungur á öllum útveggjum. Gluggar fúnir. Ekki ljóst hvort og hvernig drenlagnir væru. Raki mældist við næstum alla útveggi. Reiknað var með að mygla hafi náð að vaxa. Ummerki væri um leka og raka. Í næstu skrefum lagði Efla til frekari úttektar á húsnæðinu það þyrfti að athuga lagnir og þak. Þá benti Efla á mikilvægi þess í skýrslunni að athuga þyrfti hvort að húsnæðið hentaði starfsemi fyrir ung börn með langa viðveru. Ungbarnaleikskóli sem var þá í húsnæðinu flutti skömmu síðar út vegna ástands hússins samkvæmt heimildum fréttastofu. Við það fækkaði veikindadögum starfsfólks um fjórðung í úttekt sem var gerð á heilsufari þeirra. Reykjavíkurborg segist búin að endurnýja húsnæðið Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá Reykjavíkurborg sem á og annast húsnæðið að borgin hafi ráðist í endurbætur á húsinu og breytt því í fjórar íbúðir fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim endurbótum hafi verið lokið 2018. Þá kom fram í upplýsingum frá borginni að reynt hafi verið að lagfæra rakaskemmdir á húsnæðinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvort úttekt hafi verið gerð á hvort raki eða mygla hafi leynst í húsnæðinu. Hjón frá Sénegal sem hafa án árangurs í rúm sex ár óskað eftir dvalarleyfi hér á landi. Dætur þeirra fæddust hér á landi.Vísir/Sigurjón Frá árinu 2017 hefur fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi búið í húsnæðinu á vegum Reykjavíkurborgar en Útlendingastofnun hefur útvistað verkefninu til borgarinnar. Nú búa þar nokkrar fjölskyldur með ung börn. Þar á meðal ung hjón frá Sénegal sem fréttastofa hefur sagt frá en þau hafa án árangurs óskað eftir dvalarleyfi hér á landi í ríflega sex ár en þau eiga dætur sem báðar fæddust hér á landi sem eru 3 og 6 ára. Fréttastofa kannaði ástand hússins í dag og víða mátti sjá raka og myglu þrátt fyrir endurbætur Reykjavíkurborgar. Mygla var komin við glugga, gluggakarmar voru víða skemmdir, ummerki eftir rakaskemmdir má sjá innandyra og steypa hússins er víða illa sprungin. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Hún hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og leyfði okkur að kíkja inn og þar inni mátti líka sjá rakaskemmdir á veggjum og gólfi. Hún var þó ekki á því að kvarta. „Það er allt í lagi, félagsþjónustan er að gera sitt besta og okkur líður vel,“ sagði Lavencia í dag.
Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49
„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01