Heiða Björg Hilmisdóttir endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. nóvember 2020 10:40 Heiða Björg Hilmisdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Samfylkingin Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27
Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50