Íslenski boltinn

Þrjár systur byrjuðu leik í Meistara­deildinni: „Stundum leiðin­legt en oftast gaman“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Systurnar þrjár.
Systurnar þrjár. STÖÐ 2

Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna.

Það vildi svo skemmtilega til að þær allar voru í byrjunarliðinu er Valur vann 3-0 sigur á HJK Helsinki á dögunum í Meistaradeild kvenna.

Svava Kristín Gretarsdóttir hitti systurnar og fór yfir leikinn og tímabilið með þeim í Sportpakka kvöldsins. Svava spurði einnig hvernig væri að spila þrjár systur í sama liði.

„Við erum ekkert mikið að kippa okkur við þetta en við heyrum að þetta er sérstakt,“ sagði Hlín áður en Málfríður tók við boltanum:

„Það er oftast mjög gaman. Stundum leiðinlegt en oftast gaman.“

Arna gekk í raðir Vals fyrir leiktíðina frá HK/Víkingi.

„Þetta er ólíkt því sem ég hef vanist áður. Umgjörðin er allt önnur og miklu meira af leikmönnum sem hafa reynslu og reynslu t.d. að spila í atvinnumennsku og með landsliðinu,“ sagði Arna.

Hvernig fannst þeim leikurinn gegn HJK spilast?

„Þetta var skrýtinn leikur. Við vorum búnar að taka tvær æfingar saman. Við gerðum þetta vel og hefðum getað unnið þær stærra en kláruðum þetta örugglega,“ sagði Hlín. Valsstúlkur fá heimaleik gegn Glasgow City í næstu umferð og eru þær ánægðar með þann drátt.

„Mér heyrist að það séu flestar ánægðar að fá heimaleik. Það var eiginlega númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er sterkt lið og krefjandi áskorun.“

Klippa: Þrjár systur í byrjunarliði í Meistaradeild Evrópu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×