Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 16:33 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/Getty Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32