Meira en fjórtán mánuðir síðan að Man. City var síðast á toppi deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 12:01 Alveg eins og í fyrra þá er lið Manchester City ekki að byrja tímabilið nógu vel og lærisveinar Pep Guardiola er nú þegar sex stigum á eftir toppliði deildarinnar. EPA-EFE/Martin Rickett / Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum) Enski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Enski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira