„Nei, það getur ekki verið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 14:59 Sigvaldi Björn Guðjónsson vonast til að geta spilað með Íslandi á HM í Egyptalandi í janúar. „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12