Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira