Tveir Íslendingar í undanúrslit | Tíundi sigur Börsunga í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 22:30 Aron var sáttur í leikslok. @FCBhandbol Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark. Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark.
Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira