Valskonur með leyfi til að æfa Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar í Val stefna á að komast í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar. vísir/hulda margrét Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana. Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Valskonur hafa getað æft fótbolta saman síðustu tvo daga, einar íslenskra íþróttaliða, og geta því undirbúið sig fyrir leikinn við Skotlandsmeistara Glasgow City í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í 2. umferð á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Valskonur slógu finnsku meistarana í HJK Helsinki út fyrir viku, þrátt fyrir að hafa lítið mátt undirbúa sig vegna sóttvarnalaga á Íslandi. Þær náðu aðeins tveimur æfingum saman fyrir leikinn en unnu öruggan 3-0 sigur. Gætu spilað í desember Framundan er mun erfiðari leikur við Glasgow City. Með sigri í honum kæmust Valskonur í 32 liða úrslit og gætu mætt einhverju af allra bestu liðum Evrópu, í leikjum sem áætlað er að fari fram 8.-9. og 15.-16. desember. Þar verður leikið á heima- og útivelli, en í 2. umferð eru aðeins stakir leikir og voru Valskonur því heppnar að fá heimaleik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir við Morgunblaðið að undanþága hafi fengist frá heilbrigðisyfirvöldum til æfinga frá og með síðastliðnum mánudegi. „Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ segir Pétur. Æfðu varla saman fyrir síðasta leik Fyrir leik Vals við HJK Helsinki hafði liðið ekki spilað fótboltaleik í heilan mánuð. Leikjum á Íslandsmótinu var frestað vegna faraldursins og mótið að lokum blásið af, en Valur endaði í 2. sæti og tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Æfingabann var á Íslandi í fjórar vikur fyrir leikinn en sjö landsliðskonur Vals náðu þó að æfa, og flestar spila, með íslenska landsliðinu í Svíþjóð viku fyrir Meistaradeildarleikinn. Þær fóru svo í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Því náði Valsliðið rétt að koma saman fyrir leikinn við finnsku meistarana.
Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00 Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Þrjár systur byrjuðu leik í Meistaradeildinni: „Stundum leiðinlegt en oftast gaman“ Málfríður Anna Eiríksdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir eru systur sem allar spila með liði Vals í Pepsi Max deild kvenna. 7. nóvember 2020 23:00
Frábær pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00
Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. 28. október 2020 16:00