Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn mun stýra fundi en gestir verða Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Á fundinum verður farið yfir áherslur til ákveðinna hópa í tengslum við Covid-19 faraldurinn hér á landi.
Uppfært: Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.