„Hræðilegt að heyra af þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2020 10:32 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að málefni Arnarholts verði skoðuð hjá borgaryfirvöldum. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira