Mannskemmandi að horfa upp á ástvin fjara út Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 11:30 Ástrós Rut ásamt Emmu í vikunni. Hún eignaðist hana með Bjarka Má árið 2018. Nú á hún von á sínu öðru barni. vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári. Ástrós segir að síðastliðið rúma ár hafi verið gríðarlega erfitt og heldur betur reynt á andlegu hliðina. Það hafi tekið á að fylgjast með dauðastríði eiginmanns síns á hliðarlínunni og geta lítið sem ekkert gert. „Ég held að það sé mannskemmandi og það allavega breytti mér,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Að horfa upp á ástvin fjara út er skelfilegt og það brýtur mann að innan en það gerir mann líka sterkari fyrir vikið. Ég get gert hluti í dag sem ég gat ekki gert fyrir tíu árum síðan og ég horfi öðruvísi á hlutina í dag. Ég finn það að ég er miklu sterkari inni í mér og ég finn að það er svo margt sem ég á eftir að gera og það sem ég vil gera.“ Klippa: Einkalífið - Ástrós Rut Sigurðardóttir Ástrós segir að þessi skelfilega lífsreynsla hafi vissulega brotið hana algjörlega niður en á saman tíma byggt hana upp í nýjan karakter. „Þetta er mögulega eitthvað sem ég hefði viljað sleppa við en maður þarf að taka það góða og mikilvæga út úr þessu erfiða verkefni. Þetta hefur gert mig að betri manneskju í dag, ég er þroskaðri, sterkari og get tekist á við erfið verkefni. En að sitja á hliðarlínunni og geta ekki hjálpað manneskjunni sem maður elskar er rosalega erfitt. Þú ert svo hjálparlaus og manneskjan er kannski að engjast um af kvölum og þú getur ekkert gert, það er hrikalegt. Þetta er kannski svipað og þegar karlmenn eru hjá konunni sinni sem er að fæða. Hún er kannski að engjast um af sársauka og þeir geta ekkert gert og bara peppað hana áfram.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Ragnheiður fór óhefðbundna leið til að landa hlutverkinu í Vikings Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 27. október 2020 13:29 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári. Ástrós segir að síðastliðið rúma ár hafi verið gríðarlega erfitt og heldur betur reynt á andlegu hliðina. Það hafi tekið á að fylgjast með dauðastríði eiginmanns síns á hliðarlínunni og geta lítið sem ekkert gert. „Ég held að það sé mannskemmandi og það allavega breytti mér,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Að horfa upp á ástvin fjara út er skelfilegt og það brýtur mann að innan en það gerir mann líka sterkari fyrir vikið. Ég get gert hluti í dag sem ég gat ekki gert fyrir tíu árum síðan og ég horfi öðruvísi á hlutina í dag. Ég finn það að ég er miklu sterkari inni í mér og ég finn að það er svo margt sem ég á eftir að gera og það sem ég vil gera.“ Klippa: Einkalífið - Ástrós Rut Sigurðardóttir Ástrós segir að þessi skelfilega lífsreynsla hafi vissulega brotið hana algjörlega niður en á saman tíma byggt hana upp í nýjan karakter. „Þetta er mögulega eitthvað sem ég hefði viljað sleppa við en maður þarf að taka það góða og mikilvæga út úr þessu erfiða verkefni. Þetta hefur gert mig að betri manneskju í dag, ég er þroskaðri, sterkari og get tekist á við erfið verkefni. En að sitja á hliðarlínunni og geta ekki hjálpað manneskjunni sem maður elskar er rosalega erfitt. Þú ert svo hjálparlaus og manneskjan er kannski að engjast um af kvölum og þú getur ekkert gert, það er hrikalegt. Þetta er kannski svipað og þegar karlmenn eru hjá konunni sinni sem er að fæða. Hún er kannski að engjast um af sársauka og þeir geta ekkert gert og bara peppað hana áfram.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Ragnheiður fór óhefðbundna leið til að landa hlutverkinu í Vikings Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 27. október 2020 13:29 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Ragnheiður fór óhefðbundna leið til að landa hlutverkinu í Vikings Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 27. október 2020 13:29
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“