Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 13:42 Ólafur Stephensen segir skilaboðin til atvinnurekenda skýr. Ekki leita að undanþágum og standa með stjórnvöldum. Almannavarnir Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira