„Mjög gaman að vera í KR þegar vel gengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:58 Guðjón Baldvinsson er kominn aftur í svarthvítt. stöð 2 Guðjón Baldvinsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Nafni hans, Guðmundsson, hitti hann í KR-heimilinu eftir undirskriftina. „Eftir að ég átti gott samtal við þjálfarana hér var þetta auðveld ákvörðun. Ég átti mjög góða tíma hér, þekki þá vel og leið vel hér þannig að ég er mjög spenntur fyrir komandi árum,“ sagði Guðjón í samtali við Gaupa. Guðjón lék með KR 2008 og svo aftur 2010 og 2011. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR og skoraði 27 mörk í 54 deildarleikjum fyrir félagið. „Við unnum tvennuna síðast þegar ég var hér og það er mjög gaman að vera í KR þegar vel gengur og fagna titlum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Guðjón sem yfirgaf Stjörnuna í síðustu viku. Fastur í fari sem mér líkaði ekki við „Stundum er þetta þannig að manni finnst vera kominn tími til að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða fótbolta. Ég var kannski búinn að vera fastur í einhverju fari sem mér líkaði ekki alveg við og náði kannski ekki að sýna mitt rétta andlit. Ég vona að ég nái að gera það hér,“ sagði Guðjón. KR endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili sem er eitthvað sem menn þar á bæ eiga erfitt með að sætta sig við. „Ég held að þetta sé eins og alltaf í KR. Það er krafa um að vinna og það er gott að vera í þannig andrúmslofti. Það var reyndar líka þannig í Stjörnunni. Það togar í mann að vinna aftur með þessum mönnum,“ sagði Guðjón sem leikur nú aftur undir stjórn Rúnars Kristinssonar eins og hann gerði hjá KR 2010 og 2011. Á þeim tíma var aðstoðarþjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, fyrirliði liðsins svo þeir þekkjast einnig vel. Í dag gerði Kennie Chopart þriggja ára samning við KR og þá hefur liðið fengið Grétar Snæ Gunnarsson frá Fjölni. Finnur Orri Margeirsson og Pablo Punyed eru hins vegar horfnir á braut. Klippa: Viðtal við Guðjón Baldvinsson Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50 Guðjón aftur í KR eftir níu ára fjarveru Framherjinn öflugi, Guðjón Baldvinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. 11. nóvember 2020 12:04 Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Guðjón Baldvinsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Nafni hans, Guðmundsson, hitti hann í KR-heimilinu eftir undirskriftina. „Eftir að ég átti gott samtal við þjálfarana hér var þetta auðveld ákvörðun. Ég átti mjög góða tíma hér, þekki þá vel og leið vel hér þannig að ég er mjög spenntur fyrir komandi árum,“ sagði Guðjón í samtali við Gaupa. Guðjón lék með KR 2008 og svo aftur 2010 og 2011. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR og skoraði 27 mörk í 54 deildarleikjum fyrir félagið. „Við unnum tvennuna síðast þegar ég var hér og það er mjög gaman að vera í KR þegar vel gengur og fagna titlum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Guðjón sem yfirgaf Stjörnuna í síðustu viku. Fastur í fari sem mér líkaði ekki við „Stundum er þetta þannig að manni finnst vera kominn tími til að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða fótbolta. Ég var kannski búinn að vera fastur í einhverju fari sem mér líkaði ekki alveg við og náði kannski ekki að sýna mitt rétta andlit. Ég vona að ég nái að gera það hér,“ sagði Guðjón. KR endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili sem er eitthvað sem menn þar á bæ eiga erfitt með að sætta sig við. „Ég held að þetta sé eins og alltaf í KR. Það er krafa um að vinna og það er gott að vera í þannig andrúmslofti. Það var reyndar líka þannig í Stjörnunni. Það togar í mann að vinna aftur með þessum mönnum,“ sagði Guðjón sem leikur nú aftur undir stjórn Rúnars Kristinssonar eins og hann gerði hjá KR 2010 og 2011. Á þeim tíma var aðstoðarþjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, fyrirliði liðsins svo þeir þekkjast einnig vel. Í dag gerði Kennie Chopart þriggja ára samning við KR og þá hefur liðið fengið Grétar Snæ Gunnarsson frá Fjölni. Finnur Orri Margeirsson og Pablo Punyed eru hins vegar horfnir á braut. Klippa: Viðtal við Guðjón Baldvinsson
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50 Guðjón aftur í KR eftir níu ára fjarveru Framherjinn öflugi, Guðjón Baldvinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. 11. nóvember 2020 12:04 Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50
Guðjón aftur í KR eftir níu ára fjarveru Framherjinn öflugi, Guðjón Baldvinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. 11. nóvember 2020 12:04
Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43
„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30
KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00