Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anna Kristín og Hildur Vala, 12 ára dóttir hennar eiga gæðastundir saman í sófanum inn í stofu þegar mamman prjónar og dóttirin heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira