Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 19:52 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14
Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?