Mugison nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:41 Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Aldrei fór ég suður Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur verið ráðinn sem næsti rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er um páskana ár hvert á Ísafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. Mugison tekur við keflinu af Kristjáni Frey sem hefur verið rokkstjóri undanfarin fjögur ár. Mugison er einn þeirra sem efndu til fyrstu tónlistarveislunnar undir merkjum Aldrei fór ég suður árið 2004. Hátíðin fagnar því sautján ára afmælinu næsta vor þegar 18. hátíðin fer fram. „Aldrei fór ég suður var haldin með óhefðbundnu sniði í ár vegna heimsfaraldursins en þótti hátíðarhöldurum takast vel til að bregðast við aðstæðum og búa til skemmtilega dagskrá sem landsmenn gátu fylgst með heim í stofu. Á hátíðinni í ár komu fram um tuttugu hljómsveitir, tónlistarkonur og -menn úr ýmsum áttum. Helgast hátíðin einna helst að því að teflt er fram landsþekktu tónlistarfólki í bland við hæfileikafólk heiman úr héraði og hafa rúmlega 400 tónlistaratriði stigið á stokk fyrir vestan um páskana frá upphafsárinu. Meðal þeirra sem komu fram í ár og buðu upp á ógleymanleg framlög voru Eivör, Moses Hightower, Snorri Helga og Saga Garðars, Dóra Wonder, Lay Low og Árný Margrét. Fráfarandi rokkstjórinn Kristján Freyr hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna og mun einnig sjá um dagskrá í tilefni Dags íslenskrar tónlistar sem verður 1. desember næstkomandi. Kristján Freyr mun þó áfram starfa við hlið nýs rokkstjóra, innan Aldrei fór ég suður nefndarinnar, ásamt rokkstjórum fyrri ára og góðum hópi vestfirsks ástríðufólks um tónlistarmenningu. Rokkstjórn Aldrei fór ég suður vill nota tækifærið og þakka Kristjáni Frey fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag til hátíðarinnar og um leið óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynningu. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Vistaskipti Tónlist Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur verið ráðinn sem næsti rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er um páskana ár hvert á Ísafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni. Mugison tekur við keflinu af Kristjáni Frey sem hefur verið rokkstjóri undanfarin fjögur ár. Mugison er einn þeirra sem efndu til fyrstu tónlistarveislunnar undir merkjum Aldrei fór ég suður árið 2004. Hátíðin fagnar því sautján ára afmælinu næsta vor þegar 18. hátíðin fer fram. „Aldrei fór ég suður var haldin með óhefðbundnu sniði í ár vegna heimsfaraldursins en þótti hátíðarhöldurum takast vel til að bregðast við aðstæðum og búa til skemmtilega dagskrá sem landsmenn gátu fylgst með heim í stofu. Á hátíðinni í ár komu fram um tuttugu hljómsveitir, tónlistarkonur og -menn úr ýmsum áttum. Helgast hátíðin einna helst að því að teflt er fram landsþekktu tónlistarfólki í bland við hæfileikafólk heiman úr héraði og hafa rúmlega 400 tónlistaratriði stigið á stokk fyrir vestan um páskana frá upphafsárinu. Meðal þeirra sem komu fram í ár og buðu upp á ógleymanleg framlög voru Eivör, Moses Hightower, Snorri Helga og Saga Garðars, Dóra Wonder, Lay Low og Árný Margrét. Fráfarandi rokkstjórinn Kristján Freyr hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna og mun einnig sjá um dagskrá í tilefni Dags íslenskrar tónlistar sem verður 1. desember næstkomandi. Kristján Freyr mun þó áfram starfa við hlið nýs rokkstjóra, innan Aldrei fór ég suður nefndarinnar, ásamt rokkstjórum fyrri ára og góðum hópi vestfirsks ástríðufólks um tónlistarmenningu. Rokkstjórn Aldrei fór ég suður vill nota tækifærið og þakka Kristjáni Frey fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag til hátíðarinnar og um leið óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynningu.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Vistaskipti Tónlist Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið