„Höfum aldrei lent í öðru eins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:37 Það var mikið að gera við samantekt og frágang pantana í Hrím þegar ljósmyndara bar að í morgun. Vísir/Vilhelm „Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. „Við seldum svo mikið að serverinn var alltaf að hrynja og hefðum eflaust selt meira ef það hefði ekki verið. En þess vegna framlengdum við til hádegis í dag, svo allir gætu verslað sem vildu.“ Tinna segir mikinn eril í versluninni í Kringlunni. Bæði sé umferð í búðina en eins hafi starfsfólk verið á haus að pakka pöntunum eftir vel lukkað Kringlukast. Í búðinni sé að sjálfsögðu gætt vel að öllum sóttvörnum en það sé augljóst að margir velja að versla í gegnum netið. Netútsöludagarnir í fyrra hafi verið stórir en gærdagurinn engu líkur. „Þetta var alveg fimmfalt meira,“ segir Tinna. Hún segir fólk augljóslega nýta sér tækifærið til að kaupa jólagjafir en það merkir hún á því að fólk biður um skilamiða. Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím, segir fólk mikið í jólagjafahugleiðingum en í vefversluninni er boðið upp á þann valkost að fá skiptimiða á vörurnar.Vísir/Vilhelm Spáir risastórum Svörtum föstudegi Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir sístærri hluta jólaverslunarinnar fara fram á netútsöludögunum þremur; Degi einleypra (11. nóv), Svörtum föstudegi (27. nóv) og Stafrænum mánudegi (30. nóv). „Og það er ekki nokkrum vafa undirorpið að þetta verður enn meira núna. Við heyrum það og finnum og ýtum á fyrirtækin að nota vefverslunina á þessum dögum,“ segir Andrés. „Það eru takmarkanir í gildi og þótt það verði slakað á þeim í næstu viku þá fer fólk síður í búðir og kýs að eiga viðskipti á netinu. Og hvernig gekk í gær gefur vísbendingu um það hvernig þetta verður hina dagana. Ég er nokkuð viss um að Svartur föstudagur verður risastór.“ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir engan vafa á að sífleiri verslanir bætist í hóp þeirra sem leggja áherslu á sölu í gegnum vefverslun. Þá segir hann Covid-19 faraldurinn tvímælalaust eiga þátt að máli. „Það kom fram hjá framkvæmdastjóra Microsoft á stórum fundi nú á dögunum að það sem menn héldu að myndi gerast á tveimur árum er að gerast núna á tveimur mánuðum. Það er algjörlega hafið yfir vafa að Covid-19 hefur flýtt þessari þróun erlendis og þetta hefur ýtt mjög við íslenskum fyrirtækjum að tileinka sér þessa aðferð. Við höfum sagt að íslensk fyrirtæki þurfa að spýta í lófana og gera meira til að standast samkeppni.“ Að sögn Andrésar sé samkeppnin ekki síst að koma erlendis frá en veiking krónunnar og færri ferðalög utan landsteinanna geri það að verkum að einkaneyslan sé meiri heima fyrir. „Það er hverju orði sannara að Covid-19 hefur flýtt mjög öllum stafrænum breytingum og tækniframförum í greininni og við þurfum að halda mjög vel á spilunum til að halda okkar hlutdeild í alþjóðasamkeppni.“ Hvetja fólk til að versla heldur á netinu Að sögn Óttars Arnar Sigurbergssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Elko, gekk salan í gær vonum framar og augljóst að landsmenn hafa tileinkað sér að versla á netinu. Hann segir starfsfólk Elko hvetja fólk til að beina kaupum sínum á netið á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Stórt auglýsingaspjald fyrir svartan fössara er þegar komið upp hjá Elko.Vísir/Vilhelm „Í ljósi árangurs Singles Day má búast við umtalsverðri aukningu á Black Friday, eða svörtum fössara eins og við kjósum að kalla hann, og Cyber Monday, sérstaklega í ljósi samkomutakmarkana. Elko reynir að vísa sínum viðskiptavinum eins og hægt er á elko.is, enda er það öruggasta leiðin til þess að versla en á sama tíma hámarkar smitvarnir.“ Óttar býst við því að aukningin í netversluninni haldi áfram á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi en á einnig von á því að sú þróun haldi áfram þegar ástandið kemst í samt horf. „Elko hefur undirbúið aukna netsölu síðustu ár og erum við því vel undirbúin fyrir aukin umsvif í vefverslun. Við erum með öflugt dreifingarnet út um allt land og afhendingastaði á völdum N1 stöðvum, í póstboxum og á fleiri stöðum, svo dæmi séu tekin.“ Spurður um vinsælar vörur nefnir hann m.a. heyrnatól, nuddbyssur og vatnsflöskur en þá sé fólk einnig að kaupa talsvert af smærri heimilistækjum. Óttar segir mögulegt að svokallaður Air Fryer verði jólagjöfin í eldhúsið í ár. Þó segir hann við því að búast að aðrar vörur muni seljast meira á Black Friday og Cyber Monday, enda úrval tilboða mismuandi milli daga. En er fólk sumsé að kaupa jólagjafir? „Já, við erum að bjóða upp á jólaskilamiða sem veita skilarétt á jólagjöfum til 24. janúar með fullri endurgreiðslu á kaupverði eða núverandi verði, eftir því hvort er hærra. Viðskiptavinir mega einnig hafa prófað vöruna áður en henni er skilað. Þannig við sjáum að viðskiptavinir eru augljóslega búnir að læra á samkomutakmarkanirnar og eru að skipuleggja jólin mun fyrr og þá í gegnum netið.“ Verslun Jól Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember. „Við seldum svo mikið að serverinn var alltaf að hrynja og hefðum eflaust selt meira ef það hefði ekki verið. En þess vegna framlengdum við til hádegis í dag, svo allir gætu verslað sem vildu.“ Tinna segir mikinn eril í versluninni í Kringlunni. Bæði sé umferð í búðina en eins hafi starfsfólk verið á haus að pakka pöntunum eftir vel lukkað Kringlukast. Í búðinni sé að sjálfsögðu gætt vel að öllum sóttvörnum en það sé augljóst að margir velja að versla í gegnum netið. Netútsöludagarnir í fyrra hafi verið stórir en gærdagurinn engu líkur. „Þetta var alveg fimmfalt meira,“ segir Tinna. Hún segir fólk augljóslega nýta sér tækifærið til að kaupa jólagjafir en það merkir hún á því að fólk biður um skilamiða. Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hrím, segir fólk mikið í jólagjafahugleiðingum en í vefversluninni er boðið upp á þann valkost að fá skiptimiða á vörurnar.Vísir/Vilhelm Spáir risastórum Svörtum föstudegi Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir sístærri hluta jólaverslunarinnar fara fram á netútsöludögunum þremur; Degi einleypra (11. nóv), Svörtum föstudegi (27. nóv) og Stafrænum mánudegi (30. nóv). „Og það er ekki nokkrum vafa undirorpið að þetta verður enn meira núna. Við heyrum það og finnum og ýtum á fyrirtækin að nota vefverslunina á þessum dögum,“ segir Andrés. „Það eru takmarkanir í gildi og þótt það verði slakað á þeim í næstu viku þá fer fólk síður í búðir og kýs að eiga viðskipti á netinu. Og hvernig gekk í gær gefur vísbendingu um það hvernig þetta verður hina dagana. Ég er nokkuð viss um að Svartur föstudagur verður risastór.“ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir engan vafa á að sífleiri verslanir bætist í hóp þeirra sem leggja áherslu á sölu í gegnum vefverslun. Þá segir hann Covid-19 faraldurinn tvímælalaust eiga þátt að máli. „Það kom fram hjá framkvæmdastjóra Microsoft á stórum fundi nú á dögunum að það sem menn héldu að myndi gerast á tveimur árum er að gerast núna á tveimur mánuðum. Það er algjörlega hafið yfir vafa að Covid-19 hefur flýtt þessari þróun erlendis og þetta hefur ýtt mjög við íslenskum fyrirtækjum að tileinka sér þessa aðferð. Við höfum sagt að íslensk fyrirtæki þurfa að spýta í lófana og gera meira til að standast samkeppni.“ Að sögn Andrésar sé samkeppnin ekki síst að koma erlendis frá en veiking krónunnar og færri ferðalög utan landsteinanna geri það að verkum að einkaneyslan sé meiri heima fyrir. „Það er hverju orði sannara að Covid-19 hefur flýtt mjög öllum stafrænum breytingum og tækniframförum í greininni og við þurfum að halda mjög vel á spilunum til að halda okkar hlutdeild í alþjóðasamkeppni.“ Hvetja fólk til að versla heldur á netinu Að sögn Óttars Arnar Sigurbergssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Elko, gekk salan í gær vonum framar og augljóst að landsmenn hafa tileinkað sér að versla á netinu. Hann segir starfsfólk Elko hvetja fólk til að beina kaupum sínum á netið á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Stórt auglýsingaspjald fyrir svartan fössara er þegar komið upp hjá Elko.Vísir/Vilhelm „Í ljósi árangurs Singles Day má búast við umtalsverðri aukningu á Black Friday, eða svörtum fössara eins og við kjósum að kalla hann, og Cyber Monday, sérstaklega í ljósi samkomutakmarkana. Elko reynir að vísa sínum viðskiptavinum eins og hægt er á elko.is, enda er það öruggasta leiðin til þess að versla en á sama tíma hámarkar smitvarnir.“ Óttar býst við því að aukningin í netversluninni haldi áfram á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi en á einnig von á því að sú þróun haldi áfram þegar ástandið kemst í samt horf. „Elko hefur undirbúið aukna netsölu síðustu ár og erum við því vel undirbúin fyrir aukin umsvif í vefverslun. Við erum með öflugt dreifingarnet út um allt land og afhendingastaði á völdum N1 stöðvum, í póstboxum og á fleiri stöðum, svo dæmi séu tekin.“ Spurður um vinsælar vörur nefnir hann m.a. heyrnatól, nuddbyssur og vatnsflöskur en þá sé fólk einnig að kaupa talsvert af smærri heimilistækjum. Óttar segir mögulegt að svokallaður Air Fryer verði jólagjöfin í eldhúsið í ár. Þó segir hann við því að búast að aðrar vörur muni seljast meira á Black Friday og Cyber Monday, enda úrval tilboða mismuandi milli daga. En er fólk sumsé að kaupa jólagjafir? „Já, við erum að bjóða upp á jólaskilamiða sem veita skilarétt á jólagjöfum til 24. janúar með fullri endurgreiðslu á kaupverði eða núverandi verði, eftir því hvort er hærra. Viðskiptavinir mega einnig hafa prófað vöruna áður en henni er skilað. Þannig við sjáum að viðskiptavinir eru augljóslega búnir að læra á samkomutakmarkanirnar og eru að skipuleggja jólin mun fyrr og þá í gegnum netið.“
Verslun Jól Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira