Fékk að hanna litasett frá virtasta framleiðanda heims og tileinkaði því öllu Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 07:00 Gunnar fór með vini sínum Almari Snæ Agnesarsyni út til Kína á síðasta ári. „Það má í raun segja að þetta hafi byrjað í Kína. Ég lenti í öðru sæti í keppni í Kína og það hljómar svo sem ekkert rosalega merkilegt þangað til að maður hugsar að það eru 6 milljón skráðir flúrarar,“ segir húðflúrarinn Gunnar Valdimarsson sem hafnaði í öðru sæti í virtri tattoo-keppni sem haldin var í Kína á síðasta ári. Í kjölfarið fékk Gunnar að hanna litasett frá virtasta tattoo litaframleiðanda heims, Intenze. Það tækifæri fékk hann eftir þátttöku sína í keppninni. Um þrjú hundruð flúrarar tóku þátt í umræddri ráðstefnu sem ber heitið Shanghai Tattoo Convention en í Kína eru til að mynda sex milljón skráðir flúrarar og reyna þeir flestir að komast að á ráðstefnunni. Aðeins nokkrum erlendum aðilum er boðið og var Gunnar meðal þeirra. Hann segir að nýlega hafi síðan forsvarsmenn Intenze haft samband við sig. „Þeir vildu að ég hannaði litasett og ég hugsaði lengi hvort ég ætti að gera eitthvað spennandi eða eitthvað með mikið notagildi. Það seinna varð fyrir valinu. Ég ákvað svo að heiðra landið sem ég er frá þar sem mér þykir svo vænt um Ísland. Litirnir heita því eftir því.” Öll nöfnin með skýrskotun í Ísland. Litina er nú hægt að fá alls staðar í heiminum. „Ég er búinn að vera sponsaður af þeim í nokkur ár. Mér fannst það nú nægur árangur sem slíkur en svo að það sé litasett með mínu nafni á er svona ákveðinn milestone. Það hafa ekki verið margir í gegnum tíðina sem hlotið hafa þann heiður þannig að það má segja að þetta setji smá arfleifðina á ákveðinn stall.” Í miðjum heimsfaraldri fór Gunnar að gera málverk og segir hann að það hafi opnað enn frekar fyrir sköpun hans og flæði. Gunnar er með færustu flúrurum landsins og greinilega með þeim færustu í heimi. „Það er eins og ég hafi tekið smá stökk eftir það já. Þannig að maður er alltaf að bæta sig. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er búin að vera talsverð ferð upp á við frá því að ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Ég hlakka bara til að sjá hvað kemur næst.“ Sérstakur verðlaunagripur fyrir 2. sætið. Gunnar segir að ferðin til Kína hafi verið mögnuð. „Þetta var mikil upplifun og gaman að hafa náð þangað áður en allt fór í steik. Fyndnasta fannst mér að konan sem varð í fyrsta sæti vildi ólm fá tattoo frá mér. Ég náði því ekki því miður en ég sagði henni að þetta ætti í raun að vera öfugt þar sem hún vann. En hún er frá Shanghai og hún var indæl.” Kína Tengdar fréttir Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Það má í raun segja að þetta hafi byrjað í Kína. Ég lenti í öðru sæti í keppni í Kína og það hljómar svo sem ekkert rosalega merkilegt þangað til að maður hugsar að það eru 6 milljón skráðir flúrarar,“ segir húðflúrarinn Gunnar Valdimarsson sem hafnaði í öðru sæti í virtri tattoo-keppni sem haldin var í Kína á síðasta ári. Í kjölfarið fékk Gunnar að hanna litasett frá virtasta tattoo litaframleiðanda heims, Intenze. Það tækifæri fékk hann eftir þátttöku sína í keppninni. Um þrjú hundruð flúrarar tóku þátt í umræddri ráðstefnu sem ber heitið Shanghai Tattoo Convention en í Kína eru til að mynda sex milljón skráðir flúrarar og reyna þeir flestir að komast að á ráðstefnunni. Aðeins nokkrum erlendum aðilum er boðið og var Gunnar meðal þeirra. Hann segir að nýlega hafi síðan forsvarsmenn Intenze haft samband við sig. „Þeir vildu að ég hannaði litasett og ég hugsaði lengi hvort ég ætti að gera eitthvað spennandi eða eitthvað með mikið notagildi. Það seinna varð fyrir valinu. Ég ákvað svo að heiðra landið sem ég er frá þar sem mér þykir svo vænt um Ísland. Litirnir heita því eftir því.” Öll nöfnin með skýrskotun í Ísland. Litina er nú hægt að fá alls staðar í heiminum. „Ég er búinn að vera sponsaður af þeim í nokkur ár. Mér fannst það nú nægur árangur sem slíkur en svo að það sé litasett með mínu nafni á er svona ákveðinn milestone. Það hafa ekki verið margir í gegnum tíðina sem hlotið hafa þann heiður þannig að það má segja að þetta setji smá arfleifðina á ákveðinn stall.” Í miðjum heimsfaraldri fór Gunnar að gera málverk og segir hann að það hafi opnað enn frekar fyrir sköpun hans og flæði. Gunnar er með færustu flúrurum landsins og greinilega með þeim færustu í heimi. „Það er eins og ég hafi tekið smá stökk eftir það já. Þannig að maður er alltaf að bæta sig. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er búin að vera talsverð ferð upp á við frá því að ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Ég hlakka bara til að sjá hvað kemur næst.“ Sérstakur verðlaunagripur fyrir 2. sætið. Gunnar segir að ferðin til Kína hafi verið mögnuð. „Þetta var mikil upplifun og gaman að hafa náð þangað áður en allt fór í steik. Fyndnasta fannst mér að konan sem varð í fyrsta sæti vildi ólm fá tattoo frá mér. Ég náði því ekki því miður en ég sagði henni að þetta ætti í raun að vera öfugt þar sem hún vann. En hún er frá Shanghai og hún var indæl.”
Kína Tengdar fréttir Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið