Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2020 19:20 Teikning af fyrirhuguðu hóteli á Miðbakka. Yrki arkítektar Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal
Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira