Lögreglu blöskrar framkoma gagnvart þjóðargerseminni Páli Óskari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 16:43 Páll Óskar Hjálmtýsson tengist svindlinu á engan hátt utan þess að nafn hans er misnotað og mynd af honum notuð. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir dæmigert af svikahröppum að nota jafn viðkunnanlegan mann og Pál Óskar í svindl sitt. Óprúttnir aðilar komi fram í nafni hans og bjóði fólk að taka þátt í verðlaunaleik; leik sem sé ekkert annað en svikaleikur til að hafa af fólki peninga og upplýsingar. Í tilkynningu frá lögreglunni er vísað til vitundavakningar um netglæpi. Á sama tíma taki „óprúttnir svikahrappar upp á því að misnota þjóðargersemina Pál Óskar.“ Skilaboðin rignir Símaskilaboðum rigni frá fólki sem þykist koma fram í nafni hans og bjóða fólki að taka þátt í verðlaunaleik sem sé svikaleikur sem snýr að því að hafa af fólki upplýsingar og peninga. „Það er alltaf leiðinlegt þegar svikahrappar nota þekkt fólk og fyrirtæki til að ljá lygum sínum sannleika og dæmigert að nota jafn viðkunnalegan mann og Pál Óskar i svona svik.“ Lögregla segist vonast til að enginn hafi fallið í þessa gryfju og tekur skýrt fram að málið tengist Páli Óskari ekki á nokkurn hátt. Tenglar sem leiða fólk í ógöngur „Hann er líka þolandi í þessu samhengi.“ Svindlið er útskýrt þannig að verðlaunum er lofað og í framhaldinu sendir tenglar sem leiða fórnarlömb sín áfram. „Verið er að loka á þá en líklegt að þeir spretti upp fljótt aftur með nýjum tengingum. Best er að vera alltaf á varðbergi gagnvart „tilboðum“ af þessu tagi.“ Á sama tíma og við erum með vitundarvakningu um netglæpi þá taka óprúttnir svikahrappar upp á því að misnota...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, November 12, 2020 Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir dæmigert af svikahröppum að nota jafn viðkunnanlegan mann og Pál Óskar í svindl sitt. Óprúttnir aðilar komi fram í nafni hans og bjóði fólk að taka þátt í verðlaunaleik; leik sem sé ekkert annað en svikaleikur til að hafa af fólki peninga og upplýsingar. Í tilkynningu frá lögreglunni er vísað til vitundavakningar um netglæpi. Á sama tíma taki „óprúttnir svikahrappar upp á því að misnota þjóðargersemina Pál Óskar.“ Skilaboðin rignir Símaskilaboðum rigni frá fólki sem þykist koma fram í nafni hans og bjóða fólki að taka þátt í verðlaunaleik sem sé svikaleikur sem snýr að því að hafa af fólki upplýsingar og peninga. „Það er alltaf leiðinlegt þegar svikahrappar nota þekkt fólk og fyrirtæki til að ljá lygum sínum sannleika og dæmigert að nota jafn viðkunnalegan mann og Pál Óskar i svona svik.“ Lögregla segist vonast til að enginn hafi fallið í þessa gryfju og tekur skýrt fram að málið tengist Páli Óskari ekki á nokkurn hátt. Tenglar sem leiða fólk í ógöngur „Hann er líka þolandi í þessu samhengi.“ Svindlið er útskýrt þannig að verðlaunum er lofað og í framhaldinu sendir tenglar sem leiða fórnarlömb sín áfram. „Verið er að loka á þá en líklegt að þeir spretti upp fljótt aftur með nýjum tengingum. Best er að vera alltaf á varðbergi gagnvart „tilboðum“ af þessu tagi.“ Á sama tíma og við erum með vitundarvakningu um netglæpi þá taka óprúttnir svikahrappar upp á því að misnota...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, November 12, 2020
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira