Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:31 Lögregla þurfti að sinna fjölda útkalla frá fólki sem hefur áhyggjur af brotum á sóttvarnarlögum. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33