Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. nóvember 2020 20:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Flugferðir til og frá landinu eru ekki svipur hjá sjón vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. Síðastliðna viku hafa verið 34 áætlunarflug til og frá landinu. Af þeim á Icelandair stærstan hluta en inn á milli slæðast erlend flugfélög á borð við Wizz Air og British Airways. Flesta daga eru um þrjár til fimm ferðir að ræða til og frá landinu, en flestar voru þær á laugardag, þrettán talsins. Ljóst er að flugáætlun til og frá landinu er ekki svipur hjá sjón vegna kórórnuveirufaraldursins. „Þetta er náttúrlega bara afleiðing af ástandinu um allan heim og ljóst að það eru ekki margir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi og þess vegna ekki rými fyrir margar flugferðir með þá. Það er alveg klárt mál að við horfum náttúrlega bjartari augum til næsta sumars en veturinn verður feykilega erfiður,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stjórnvöld leggja nú drög að hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum á næsta ári. Starfshópur fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram þrjár tillögur sem sagðar eru vera forsendur efnahagsbata. Ein af tillögunum er að ferðamenn fari í skimun í heimalandi sínu og svo aftur á landamærum Íslands. Einnig er lagt til að ferðamenn fari í ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli skimana. Hópurinn legur einnig til þrefalda skimun, það er skimun í heimalandi og svo tvöföld skimun á Íslandi með ferðamannasmitgát. „Ég er mjög ánægður með þessa útlistun hjá starfshópnum, það er mjög mikilvægt að meta efnahagsleg áhrif mismunandi sóttvarnaaðgerða. Þessar tillögur sem koma þarna fram, eru að hluta til tillögur sem að við skiluðum inn til þeirra þannig að þau gætu metið þetta, til stjórnarráðsins,“ sagði Jóhannes. „Ef við getum fengið fyrirsjáanleika með til dæmis tillögunni um tvær skimanir þar sem að fyrri skimunin fer fram með vottorði frá heimalandi, þá væri það afar gott. Það eru aðrar leiðir sem eru nothæfar í þessu til þess að ná þessum fyrirsjáanleika. Litakerfi eins og Evrópusambandið hefur lagt til og Ísland hefur samþykkt að geti verið tekið upp á Schengen-svæðinu er ein leið til þess,“ bætti hann við. Það sé lykilatriði að ferðaskrifstofur og aðrir sem horfa til þess að selja ferðir til Íslands geti treyst því hverjar séu forsendur fyrir sóttvarnaaðgerðum á Íslandi. „Hvernig ástandið er, hvernig það muni breytast miðað við mismunandi aðstæður og svo framvegis. Þannig að hver vika sem að þetta er ekki tilkynnt, hvað taki við núna í síðasta lagi um áramót, það eru einfaldlega töpuð verðmæti fyrir okkur á næsta ári,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira