Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2020 09:01 Guðbjörg Gunnarsdóttir með börnin sín í fanginu þegar hún snéri aftur inn á völlinn eftir að hafa eignast tvíbura. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. Djurgården mætir Uppsala í lokaumferðinni. Uppsala er fallið úr deildinni en Djurgården er í keppni við Umeå að fara ekki niður líka. Þetta er Íslendingaslagur. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir spila með Djurgården en Anna Rakel Pétursdóttir er hjá IK Uppsala. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) Umeå er einu stigi á eftir Djurgården fyrir lokaumferðina og Djurgården er líka með sjö marka forskot í markatölu. Djurgården tryggir sér sætið með sigri en má líka tapa leiknum ef Umeå nær ekki að vinna Eskilstuna á útivelli. Piteå er tveimur stigum á undan Umeå og er þvi ekki alveg sloppið heldur taki bæði Djurgården og Umeå upp á því að vinna sína leiki. Guðrún Arnardóttir hefur verið í byrjunarliði Djurgården í 19 af 21 leik liðsins á tímabilinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir er nýbyrjuð að spila eftir að hún kom til baka úr barneignarfríi. Kopparbergs/Göteborg FC hefur tryggt sér sænska meistaratitilinn og Íslendingaliðin FC Rosengård og Kristianstads DFF fara líka í Meistaradeildina. Kristianstad á enn möguleika á því að ná öðru sætinu af Rosengård en Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Rosengård eru með tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðin. Rosengård fær Växjö í heimsókn á sama tíma og Kristianstad tekur á móti Linköping á heimavelli. Leikur Djurgården og Uppsala fer fram á heimavelli Djurgården liðsins, hefst klukkan 14.00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. På söndag avgörs den dramatiska streckstriden i OBOS Damallsvenskan när IK Uppsala gästar Stockholms Stadion. Här hittar du förutsättningarna inför matchen och reflektioner från tränare Pierre Fondin:https://t.co/OvzuoAdURH pic.twitter.com/s2kbrjLvVZ— Djurgården Fotboll (@DIF_Fotboll) November 12, 2020 Sænski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. Djurgården mætir Uppsala í lokaumferðinni. Uppsala er fallið úr deildinni en Djurgården er í keppni við Umeå að fara ekki niður líka. Þetta er Íslendingaslagur. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir spila með Djurgården en Anna Rakel Pétursdóttir er hjá IK Uppsala. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) Umeå er einu stigi á eftir Djurgården fyrir lokaumferðina og Djurgården er líka með sjö marka forskot í markatölu. Djurgården tryggir sér sætið með sigri en má líka tapa leiknum ef Umeå nær ekki að vinna Eskilstuna á útivelli. Piteå er tveimur stigum á undan Umeå og er þvi ekki alveg sloppið heldur taki bæði Djurgården og Umeå upp á því að vinna sína leiki. Guðrún Arnardóttir hefur verið í byrjunarliði Djurgården í 19 af 21 leik liðsins á tímabilinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir er nýbyrjuð að spila eftir að hún kom til baka úr barneignarfríi. Kopparbergs/Göteborg FC hefur tryggt sér sænska meistaratitilinn og Íslendingaliðin FC Rosengård og Kristianstads DFF fara líka í Meistaradeildina. Kristianstad á enn möguleika á því að ná öðru sætinu af Rosengård en Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Rosengård eru með tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðin. Rosengård fær Växjö í heimsókn á sama tíma og Kristianstad tekur á móti Linköping á heimavelli. Leikur Djurgården og Uppsala fer fram á heimavelli Djurgården liðsins, hefst klukkan 14.00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. På söndag avgörs den dramatiska streckstriden i OBOS Damallsvenskan när IK Uppsala gästar Stockholms Stadion. Här hittar du förutsättningarna inför matchen och reflektioner från tränare Pierre Fondin:https://t.co/OvzuoAdURH pic.twitter.com/s2kbrjLvVZ— Djurgården Fotboll (@DIF_Fotboll) November 12, 2020
Sænski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira