Landsmenn komast loksins í klippingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:44 Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
„Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50