Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 16:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50