Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:46 Unsplash/K. Mitch Hodge Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira