Lestur landsmanna hefur aukist í heimsfaraldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 18:28 Landsmenn hafa bæði lesið og hlustað meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Vísir/Getty Landsmenn hafa bæði lesið og hlustað meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Að meðaltali las hver þátttakandi í könnuninni 2,5 bækur á mánuði samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þá eru þeir sem segjast eingöngu eða oftar lesa á íslensku en öðru tungumáli fleiri nú en í fyrri könnun. Þetta er meðal niðurstaðna lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar eru í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Í tilkynningu um niðurstöður könnunarinnar segir að áhrif heimsfaraldursins séu merkjanleg hvað varðar lestrarvenjur, fólk á öllum aldri lesi meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Sérstaklega hefur orðið aukning í notkun hljóðbóka. „Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les,“ segir í tilkynningunni. Samandregnar niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi: ·Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. ·Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. ·Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. ·Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. ·Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. ·Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. ·Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. ·Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. ·Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. ·18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Menning Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Landsmenn hafa bæði lesið og hlustað meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Að meðaltali las hver þátttakandi í könnuninni 2,5 bækur á mánuði samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þá eru þeir sem segjast eingöngu eða oftar lesa á íslensku en öðru tungumáli fleiri nú en í fyrri könnun. Þetta er meðal niðurstaðna lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar eru í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Í tilkynningu um niðurstöður könnunarinnar segir að áhrif heimsfaraldursins séu merkjanleg hvað varðar lestrarvenjur, fólk á öllum aldri lesi meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Sérstaklega hefur orðið aukning í notkun hljóðbóka. „Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les,“ segir í tilkynningunni. Samandregnar niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi: ·Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. ·Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. ·Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. ·Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. ·Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. ·Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. ·Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. ·Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. ·Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. ·18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Menning Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira