Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 14:14 Breski leikarinn Josh O'Connor sést hér til hægri í hlutverki Karls Bretaprins við veiðar í Hofsá í skjáskoti úr þættinum. Stafræna, íslenska fjallasýn má að öllum líkindum sjá í bakgrunni. Til vinstri má sjá frétt af á forsíðu Morgunblaðsins 28. ágúst 1979, daginn eftir að hinn raunverulegi Karl Bretaprins, staddur við veiðar í hinni eiginlegu Hofsá, fékk fregnir af andláti ömmubróður síns. Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, eru ekki tekin upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá. Prinsinn var þó vissulega hér á landi daginn örlagaríka í ágúst árið 1979, þegar ömmubróðir hans Mountbatten jarl var ráðinn af dögum. Nýjasta þáttaröð The Crown var frumsýnd á Netflix um nýliðna helgi - og aðdáendur hafa líklega margir setið límdir við skjáinn síðan. Íslendingarnir í þessum hópi tóku eflaust margir viðbragð þegar textinn „River Hofsá – Iceland“ birtist á skjánum í fyrsta þættinum, mitt í landslagi sem virtist rammíslenskt. Þar var Karl Bretaprins staddur við veiðar í Hofsá í algjöru blíðskaparveðri, umkringdur birkitrjám með fjallasýn í bakgrunni. Á forsíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 28. ágúst 1979. Það var svo við árbakkann sem áhorfendur fylgdust með Karli fá þær voveiflegu fréttir að Mountbatten jarl, móðurbróðir Filippusar prins og þar með ömmubróðir Karls, hefði verið ráðinn af dögum í árás Írska lýðveldishersins (IRA) á Írlandi. Líkt og rakið var í þáttunum voru þeir Karl og jarlinn afar nánir – og fregnirnar þeim fyrrnefnda afar þungbærar. Hræddir um frekari hryðjuverk Það verður að teljast ólíklegt að atburðarásin hafi verið nákvæmlega á þá leið sem sýnd er í þættinum. En Karl Bretaprins var sannarlega við veiðar í Hofsá þann 27. ágúst 1979, þegar Mountbatten jarl fórst í sprengjuárás Lýðveldishersins ásamt dóttursyni sínum og ungum bátsverja. „Bretaprins heimleiðis í skyndi“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir, þriðjudaginn 28. ágúst, en Karl hraðaði sér heim um leið og fréttirnar bárust. „Ég þekki þá enn sem voru þarna þegar þetta gerðist raunverulega. Og hann fór strax, af því að það var hræðsla við frekari hryðjuverk, og hann var fluttur í snatri í burtu af svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs sem gerir út Hofsá. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðfélagsins Strengs.Vísir/Jóhann K. „Þá var ekki eins auðvelt með símatengingar og annað, þannig að það kom símhringing til Vopnafjarðar og svo var farið með skilaboð. Hann þurfti að fara á pósthúsið og hringja heim.“ Karl kom oftar en einu sinni að veiða í ánni en Gísli segir að veiðiferðin í lok ágúst 1979 hafi verið hans síðasta. „Svo gerist þessi stóri atburður þarna og hann [Karl] hefur ekki komið síðan. Enda er held ég látið í það skína í þættinum, og ég held að það sé alveg rétt, að þetta hafi haft mikil áhrif á hann.“ Regnbogasilungur en ekki íslenskur lax Þá hafa áhorfendur The Crown eflaust margir dáðst að veðursældinni og íslensku fjallasýninni við Hofsá. Gísli segir atriðin hins vegar ekki tekin upp við ána, þangað hafi ekkert tökulið komið á vegum þáttanna. Atriðin hafi, að öllum líkindum, ekki einu sinni verið tekin upp á Íslandi. Uppáhaldshylur Karls í Hofsá var Tunguselshylur, á svokölluðu svæði 2 ofarlega í ánni, að sögn Gísla. Hylurinn sést hér á mynd en til að komast að honum þarf að aka slóða og taka svo síðasta spölinn á tveimur jafnfljótum.Karen Þórólfsdóttir „Að því að ég best veit og þekki þá sýnist mér að áin sé skosk, alls ekki íslensk. Þú sérð það á litnum á vatninu, það er mólitur á því, það er rautt. Fiskurinn er regnbogasilungur en ekki lax sem hann veiðir og svo hafa þeir sett íslensk fjöll, að ég held, í bakgrunni, þannig að mér sýnist að það hafi verið eitthvað „photoshop“ að verki,“ segir Gísli. „En þetta lítur sannfærandi út fyrir leikmann!“ Bíó og sjónvarp Kóngafólk Stangveiði Íslandsvinir Vopnafjörður Netflix Kafað dýpra Tengdar fréttir Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. 13. október 2020 15:31 Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. 17. ágúst 2020 07:32 Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, eru ekki tekin upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá. Prinsinn var þó vissulega hér á landi daginn örlagaríka í ágúst árið 1979, þegar ömmubróðir hans Mountbatten jarl var ráðinn af dögum. Nýjasta þáttaröð The Crown var frumsýnd á Netflix um nýliðna helgi - og aðdáendur hafa líklega margir setið límdir við skjáinn síðan. Íslendingarnir í þessum hópi tóku eflaust margir viðbragð þegar textinn „River Hofsá – Iceland“ birtist á skjánum í fyrsta þættinum, mitt í landslagi sem virtist rammíslenskt. Þar var Karl Bretaprins staddur við veiðar í Hofsá í algjöru blíðskaparveðri, umkringdur birkitrjám með fjallasýn í bakgrunni. Á forsíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 28. ágúst 1979. Það var svo við árbakkann sem áhorfendur fylgdust með Karli fá þær voveiflegu fréttir að Mountbatten jarl, móðurbróðir Filippusar prins og þar með ömmubróðir Karls, hefði verið ráðinn af dögum í árás Írska lýðveldishersins (IRA) á Írlandi. Líkt og rakið var í þáttunum voru þeir Karl og jarlinn afar nánir – og fregnirnar þeim fyrrnefnda afar þungbærar. Hræddir um frekari hryðjuverk Það verður að teljast ólíklegt að atburðarásin hafi verið nákvæmlega á þá leið sem sýnd er í þættinum. En Karl Bretaprins var sannarlega við veiðar í Hofsá þann 27. ágúst 1979, þegar Mountbatten jarl fórst í sprengjuárás Lýðveldishersins ásamt dóttursyni sínum og ungum bátsverja. „Bretaprins heimleiðis í skyndi“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir, þriðjudaginn 28. ágúst, en Karl hraðaði sér heim um leið og fréttirnar bárust. „Ég þekki þá enn sem voru þarna þegar þetta gerðist raunverulega. Og hann fór strax, af því að það var hræðsla við frekari hryðjuverk, og hann var fluttur í snatri í burtu af svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs sem gerir út Hofsá. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðfélagsins Strengs.Vísir/Jóhann K. „Þá var ekki eins auðvelt með símatengingar og annað, þannig að það kom símhringing til Vopnafjarðar og svo var farið með skilaboð. Hann þurfti að fara á pósthúsið og hringja heim.“ Karl kom oftar en einu sinni að veiða í ánni en Gísli segir að veiðiferðin í lok ágúst 1979 hafi verið hans síðasta. „Svo gerist þessi stóri atburður þarna og hann [Karl] hefur ekki komið síðan. Enda er held ég látið í það skína í þættinum, og ég held að það sé alveg rétt, að þetta hafi haft mikil áhrif á hann.“ Regnbogasilungur en ekki íslenskur lax Þá hafa áhorfendur The Crown eflaust margir dáðst að veðursældinni og íslensku fjallasýninni við Hofsá. Gísli segir atriðin hins vegar ekki tekin upp við ána, þangað hafi ekkert tökulið komið á vegum þáttanna. Atriðin hafi, að öllum líkindum, ekki einu sinni verið tekin upp á Íslandi. Uppáhaldshylur Karls í Hofsá var Tunguselshylur, á svokölluðu svæði 2 ofarlega í ánni, að sögn Gísla. Hylurinn sést hér á mynd en til að komast að honum þarf að aka slóða og taka svo síðasta spölinn á tveimur jafnfljótum.Karen Þórólfsdóttir „Að því að ég best veit og þekki þá sýnist mér að áin sé skosk, alls ekki íslensk. Þú sérð það á litnum á vatninu, það er mólitur á því, það er rautt. Fiskurinn er regnbogasilungur en ekki lax sem hann veiðir og svo hafa þeir sett íslensk fjöll, að ég held, í bakgrunni, þannig að mér sýnist að það hafi verið eitthvað „photoshop“ að verki,“ segir Gísli. „En þetta lítur sannfærandi út fyrir leikmann!“
Bíó og sjónvarp Kóngafólk Stangveiði Íslandsvinir Vopnafjörður Netflix Kafað dýpra Tengdar fréttir Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. 13. október 2020 15:31 Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. 17. ágúst 2020 07:32 Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. 13. október 2020 15:31
Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. 17. ágúst 2020 07:32
Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. 6. ágúst 2020 23:31