Klórar sér í kollinum yfir forgangsröðuninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:10 Nemendur við Réttarholtsskóla dönsuðu við lagið Jerusalema á föstudaginn var. Í atriðinu var varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við. Vísir/Vilhelm Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira