Dómsmál ráðherra en ekki Lilju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 15:37 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/vilhelm Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða. Aðspurð í Sprengisandi hvort hún hefði gengið of harkalega fram með málshöfðun sinni sagði Lilja: „Nei. Ég er ráðherra, ég er líka einstaklingur og verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi að geta sótt minn rétt telji ég brotið á mér.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort það væri raunverulega skoðun ráðherra að þetta dómsmál snúist um persónu Lilju Alfreðsdóttur. „Þessi ummæli ráðherra eru merkileg og merkileg fyrir margra hluta sakir. Réttinn til að fara í mál hefur hún vitaskuld. Það er óumdeilt, en ráðherra þarf að vera meðvitaður um að það er ráðherra sem er þarna stefna konu fyrir dóm. Þetta er dómsmál ráðherrans og þetta er dómsmál ráðherrans í nafni ríkisstjórnarinnar. Í þessu felst ekki einhver afstaða einstaklings úti í bæ og þetta er algjört grundvallaratriði í umræðunni. Því þetta snýst um það hvernig þessi ráðherra starfar, og hvernig hún beitir valdi sínu,“ sagði Þorbjörg. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“ Lilja svaraði því til að málsóknin væri eina leiðin til að sækjast eftir ógildingu. „Ef það er orðið svo að stjórnmálamenn eru orðnir hræddir við að standa með sannfæringu sinni af hverju eru þeir í stjórnmálum? Er það að beitu hörku að fara fram á ógildingu á máli sem þú ert ekki sammála? Ég spyr bara; viljum við hafa stjórnmálamenn eða stjórnmálakonur sem hafa ekki kjark eða þor til að standa með því sem þeir gera?“ spurði Lilja. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“ Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða. Aðspurð í Sprengisandi hvort hún hefði gengið of harkalega fram með málshöfðun sinni sagði Lilja: „Nei. Ég er ráðherra, ég er líka einstaklingur og verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi að geta sótt minn rétt telji ég brotið á mér.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort það væri raunverulega skoðun ráðherra að þetta dómsmál snúist um persónu Lilju Alfreðsdóttur. „Þessi ummæli ráðherra eru merkileg og merkileg fyrir margra hluta sakir. Réttinn til að fara í mál hefur hún vitaskuld. Það er óumdeilt, en ráðherra þarf að vera meðvitaður um að það er ráðherra sem er þarna stefna konu fyrir dóm. Þetta er dómsmál ráðherrans og þetta er dómsmál ráðherrans í nafni ríkisstjórnarinnar. Í þessu felst ekki einhver afstaða einstaklings úti í bæ og þetta er algjört grundvallaratriði í umræðunni. Því þetta snýst um það hvernig þessi ráðherra starfar, og hvernig hún beitir valdi sínu,“ sagði Þorbjörg. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“ Lilja svaraði því til að málsóknin væri eina leiðin til að sækjast eftir ógildingu. „Ef það er orðið svo að stjórnmálamenn eru orðnir hræddir við að standa með sannfæringu sinni af hverju eru þeir í stjórnmálum? Er það að beitu hörku að fara fram á ógildingu á máli sem þú ert ekki sammála? Ég spyr bara; viljum við hafa stjórnmálamenn eða stjórnmálakonur sem hafa ekki kjark eða þor til að standa með því sem þeir gera?“ spurði Lilja. „Mitt svar er einfalt og það er nei.“
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira