Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason
Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira