„Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2020 18:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að ekki sé misræmi á milli því hvernig skólastarf fer fram og hvernig íþróttastarf fer fram. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið létt á sóttvörnum grunnskóla á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis vísaði Þórólfur til þess að grímuskylda og tveggja metra reglan hafi verið afnumin í 5. - 7. bekk og grímuskylda kennara þeirra bekkja sömuleiðis. „Þannig að við erum að létta af. Fjöldamörkum var breytt í 50 í neðri bekkjum og 25 í efri bekkjum, þannig að við höfum verið að slaka á,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi þarna. Auðvitað vildu einhverjir sjá þetta öðruvísi en aflétting í skólum væri flókin. Verið væri að vinna hana með heilbrigðis-, og menntamálaráðuneytunum. „Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd, að aflétta mjög hægt og það sýnist sitt hverjum hvernig er best að gera það. En við verðum bara að lifa með það held ég,“ sagði Þórólfur. Varðandi blöndun bekkja á íþróttaæfingum sagði Þórólfur að börn væru mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum. Það skipti ekki bara máli hve margir hittast heldur einnig hve lengi samneytið stendur yfir. Takmarkaðar aðgerðir skiluðu ekki árangri Aðspurður um hvort mikið hafi verið um smit sem tengjast þeirri einyrkjastarfsemi sem hefst aftur á morgun, sagði Þórólfur aðgerðirnar ekki snúast um hvar hægt væri að benda á smit. Nánast allri hópamyndun hafi verið lokað. Aðgerðirnar hafi gengið út á það. „Þær gengu ekkert endilega út á að loka bara því þar sem við gátum bent á að þarna hefði greinst smit,“ sagði Þórólfur. Það væri vegna þess að ekki væri búið að finna uppruna um 15 til 20 prósent greindra smita. Í byrjun hafi það verið reynt markvisst, að greina smit og loka stöðum þar sem áhættan væri mest. Það hafi ekki skilað miklu. „Það var ekki fyrr en við fórum í þessar víðtæku aðgerðir að við fórum að sjá árangur. Þannig ég held að menn þurfi að líta á þetta þannig. Það þarf að grípa til víðtækra aðgerða til að sjá árangur. Það er það sem hefur gerst núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23 Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06 Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47 „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, segir að ekki sé misræmi á milli því hvernig skólastarf fer fram og hvernig íþróttastarf fer fram. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið létt á sóttvörnum grunnskóla á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis vísaði Þórólfur til þess að grímuskylda og tveggja metra reglan hafi verið afnumin í 5. - 7. bekk og grímuskylda kennara þeirra bekkja sömuleiðis. „Þannig að við erum að létta af. Fjöldamörkum var breytt í 50 í neðri bekkjum og 25 í efri bekkjum, þannig að við höfum verið að slaka á,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi þarna. Auðvitað vildu einhverjir sjá þetta öðruvísi en aflétting í skólum væri flókin. Verið væri að vinna hana með heilbrigðis-, og menntamálaráðuneytunum. „Þetta er bara mjög erfitt í framkvæmd, að aflétta mjög hægt og það sýnist sitt hverjum hvernig er best að gera það. En við verðum bara að lifa með það held ég,“ sagði Þórólfur. Varðandi blöndun bekkja á íþróttaæfingum sagði Þórólfur að börn væru mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum. Það skipti ekki bara máli hve margir hittast heldur einnig hve lengi samneytið stendur yfir. Takmarkaðar aðgerðir skiluðu ekki árangri Aðspurður um hvort mikið hafi verið um smit sem tengjast þeirri einyrkjastarfsemi sem hefst aftur á morgun, sagði Þórólfur aðgerðirnar ekki snúast um hvar hægt væri að benda á smit. Nánast allri hópamyndun hafi verið lokað. Aðgerðirnar hafi gengið út á það. „Þær gengu ekkert endilega út á að loka bara því þar sem við gátum bent á að þarna hefði greinst smit,“ sagði Þórólfur. Það væri vegna þess að ekki væri búið að finna uppruna um 15 til 20 prósent greindra smita. Í byrjun hafi það verið reynt markvisst, að greina smit og loka stöðum þar sem áhættan væri mest. Það hafi ekki skilað miklu. „Það var ekki fyrr en við fórum í þessar víðtæku aðgerðir að við fórum að sjá árangur. Þannig ég held að menn þurfi að líta á þetta þannig. Það þarf að grípa til víðtækra aðgerða til að sjá árangur. Það er það sem hefur gerst núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23 Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06 Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47 „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45
Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Víðir Reynisson segir stöðuna hafa verið betri í vor þegar opnað var fyrir starfsemi líkamsræktarstöðva og sundlauga aftur. 16. nóvember 2020 18:23
Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. 16. nóvember 2020 18:06
Tveir nýir stofnar veirunnar hafa valdið tveimur hópsýkingum Tveir nýir stofnar kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi undanfarið og hafa þeir valdið tveimur hópsýkingum. 16. nóvember 2020 11:47
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39