Real Madrid í svipuðum vandræðum og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:01 Sergio Ramos situr í grasinu eftir að hann meiddist í gær. Getty/ Mateo Villalba Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira