Real Madrid í svipuðum vandræðum og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:01 Sergio Ramos situr í grasinu eftir að hann meiddist í gær. Getty/ Mateo Villalba Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira