Liðfélagi Gylfa úr þriggja leikja banni og mögulega beint á meiðslalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:31 Richarlison gengur framhjá Gylfa Þór Sigurðssyni og af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið á móti Liverpool. Hann hefur ekki spilað fyrir Everton síðan. Getty/Laurence Griffiths Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið. Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli. Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni. Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020 Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum. Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann. Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti. Everton in the Premier League since 18/19:Most Goals | Richarlison (27)Most Assists | Digne (13)Most Dribbles | Richarlison (121)Most Key Passes | Digne (149)Most Fouls Drawn | Richarlison (159)Most Tackles | Digne (184)They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020 Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison. Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn. Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli. Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið. Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli. Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni. Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020 Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum. Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann. Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti. Everton in the Premier League since 18/19:Most Goals | Richarlison (27)Most Assists | Digne (13)Most Dribbles | Richarlison (121)Most Key Passes | Digne (149)Most Fouls Drawn | Richarlison (159)Most Tackles | Digne (184)They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020 Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison. Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn. Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli. Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira