Modern Family-höfundar leiða saman þungavigtarmenn Heiðar Sumarliðason skrifar 18. nóvember 2020 14:31 Frasier Crane og Jack Donaghy leiða saman hesta sína. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja sjónvarpsþáttaröð frá Chris Lloyd, öðrum höfundi Modern Family. Þættirnir munu fara í loftið næsta haust og eru aðalstjörnurnar ekki af verri endanum, því Alec Baldwin og Kelsey Grammer hafa nú þegar stokkið um borð. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn, en meðhöfundur er Vali Chandrasekaran, sem skrifaði næstum helming Modern Family-þáttanna, en var þó ekki einn af upprunalegu höfundunum. Nýju þættirnir fjalla um þrjá menn sem voru sambýlingar sem ungir menn, en upp úr vináttunni slitnaði þegar til árekstrar kom þeirra á milli. Þeir hittast nú aftur mörgum áratugum síðar og flytja inn saman. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða leikari mun loka þríeykinu. Þættirnir verða teknir upp í stúdíói með mörgum myndavélum í einu (svokallaður multicam-þáttur), líkt og þættir á borð við Friends, Seinfeld og auðvitað Frasier. Slíkir þættir eru æfðir eins og leikrit, svo eru senurnar teknar upp í einni bunu, oftast fyrir framan áhorfendur. Hér leiða ýmsir gamlir samstarfsmenn saman hesta sína á ný. Lloyd og Grammer hafa áður starfað saman, en sá fyrrnefndi var einn af handritshöfundum gamanþáttarins Frasier, sem Grammer lék aðalhlutverkið í. Chandrasekaran var svo hluti af höfundateymi 30 Rock, þar sem Baldwin lék Jack Donaghy eftirminnilega. Baldwin situr þó ekki auðum höndum á meðan þættirnir eru skrifaðir, en þessa dagana er hann að leika í míníseríunni Dr. Death, sem Peacock-streymisveitan er að framleiða. Síðasta strandhögg Grammers í sjónvarpsbransann var lögfræðidramað Proven Innocent, sem endaði göngu sína sl. vor eftir aðeins 13 þætti. Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja sjónvarpsþáttaröð frá Chris Lloyd, öðrum höfundi Modern Family. Þættirnir munu fara í loftið næsta haust og eru aðalstjörnurnar ekki af verri endanum, því Alec Baldwin og Kelsey Grammer hafa nú þegar stokkið um borð. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn, en meðhöfundur er Vali Chandrasekaran, sem skrifaði næstum helming Modern Family-þáttanna, en var þó ekki einn af upprunalegu höfundunum. Nýju þættirnir fjalla um þrjá menn sem voru sambýlingar sem ungir menn, en upp úr vináttunni slitnaði þegar til árekstrar kom þeirra á milli. Þeir hittast nú aftur mörgum áratugum síðar og flytja inn saman. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða leikari mun loka þríeykinu. Þættirnir verða teknir upp í stúdíói með mörgum myndavélum í einu (svokallaður multicam-þáttur), líkt og þættir á borð við Friends, Seinfeld og auðvitað Frasier. Slíkir þættir eru æfðir eins og leikrit, svo eru senurnar teknar upp í einni bunu, oftast fyrir framan áhorfendur. Hér leiða ýmsir gamlir samstarfsmenn saman hesta sína á ný. Lloyd og Grammer hafa áður starfað saman, en sá fyrrnefndi var einn af handritshöfundum gamanþáttarins Frasier, sem Grammer lék aðalhlutverkið í. Chandrasekaran var svo hluti af höfundateymi 30 Rock, þar sem Baldwin lék Jack Donaghy eftirminnilega. Baldwin situr þó ekki auðum höndum á meðan þættirnir eru skrifaðir, en þessa dagana er hann að leika í míníseríunni Dr. Death, sem Peacock-streymisveitan er að framleiða. Síðasta strandhögg Grammers í sjónvarpsbransann var lögfræðidramað Proven Innocent, sem endaði göngu sína sl. vor eftir aðeins 13 þætti.
Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira