Eurovision-keppnin mun fara fram í Rotterdam á næsta ári og mun ekkert koma í veg fyrir það.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Eurovision en allir þátttakendur munu þurfa að taka upp flutning sinn áður en keppnin verður haldin í Hollandi.
We promised you #Eurovision next year, and you’re getting Eurovision next year! 🥳
— Eurovision Song Contest (@Eurovision) November 18, 2020
To ensure that every country can compete in #ESC2021, artists will record a 'live on tape' performance which will be used in the event they can’t travel to Rotterdam.
👉 https://t.co/xqpktFu80I pic.twitter.com/1akvJvCviW
Þannig að ef keppendur komast ekki til Rotterdam vegna heimsfaraldursins verður upptakan spiluð á undankvöldinu og síðan á úrslitakvöldinu ef atriðið nær þangað inn.
Fyrra undankvöldið verður 18. maí, seinna 20. maí og úrslitakvöldið verður síðan 22. maí í Rotterdam.
Daði Freyr og Gagnamagnið stíga á sviðið þann 20. maí á seinna undankvöldinu en ekki liggur fyrir hvaða lag fer fyrir Íslands hönd og mun það koma í ljós snemma á næsta ári.